Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 07:30 Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun