Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2025 11:01 Ísland lék tíunda leikinn í röð án sigurs þegar liðið tapaði gegn Frökkum í byrjun júní. Glódís Perla fyrirliði var með en missti af landsleikjum og leikjum með Bayern í vor vegna beinmars í lærbeini, við hnéð. vísir/Anton Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli. Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03
54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00