Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2025 11:01 Ísland lék tíunda leikinn í röð án sigurs þegar liðið tapaði gegn Frökkum í byrjun júní. Glódís Perla fyrirliði var með en missti af landsleikjum og leikjum með Bayern í vor vegna beinmars í lærbeini, við hnéð. vísir/Anton Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli. Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03
54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00