Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar 30. júní 2025 09:00 Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun