Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 17:21 Vinstra megin er Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, og hægra megin er Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Vísir/Einar/Vilhelm Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira