Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:02 Halla spurði fylgjendur sína á Instagram hvað þeim þætti um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Vísir Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram
Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent