Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:02 Halla spurði fylgjendur sína á Instagram hvað þeim þætti um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Vísir Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram
Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20