Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 16:38 Jakub Polkowski á þáverandi heimili sínu í Keflavík. vísir Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á gjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Greint var frá því í fyrra að húsið hefði verið sett á sölu og uppsett verð væri 82 milljónir króna. Samkvæmt afsali sem gefið var út í maí greiddu nýir eigendur hússins 78 milljónir króna fyrir það. Það gerir 75 milljóna króna söluhagnað. Fasteignasali sem annaðist söluna sagði þó í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í talsverðar endurbætur á húsinu áður en það var sett á sölu. Höfðaði mál en það kostar rúma milljón ÖBÍ réttindasamtök ákváðu skömmu eftir að málið kom upp að höfða mál á hendur kaupanda hússins og íslenska ríkinu. Það gerði Jakob sömuleiðis en hann stefndi kaupandanum, ríkinu og Reykjanesbæ í febrúar þessa árs til greiðslu 59 milljóna króna. Sæstjarnan gerði kröfu um að Jakub legði fram 1,45 milljónir króna í málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi kröfuna segir að Sæstjarnan hafi reist kröfu sína á því að Jakub væri ekki borgunarmaður fyrir málskostnaði þeim sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða vegna málarekstursins. Til að mynda hefði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum í þrígang. „Stefnandi sé öryrki sem búi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hafi í þrígang verið dæmdur til refsingar í málum er varða fíkniefnabrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.“ Héraðsdómur félls á kröfur Sæstjörnunnar að mestu leyti og gerði Jakubi að reiða fram 1,1 milljón króna í málskostnaðartryggingu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og í dag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs. Hann þarf því að leggja fram 1,1 milljón vilji hann halda málarekstrinum áfram. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á gjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Greint var frá því í fyrra að húsið hefði verið sett á sölu og uppsett verð væri 82 milljónir króna. Samkvæmt afsali sem gefið var út í maí greiddu nýir eigendur hússins 78 milljónir króna fyrir það. Það gerir 75 milljóna króna söluhagnað. Fasteignasali sem annaðist söluna sagði þó í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í talsverðar endurbætur á húsinu áður en það var sett á sölu. Höfðaði mál en það kostar rúma milljón ÖBÍ réttindasamtök ákváðu skömmu eftir að málið kom upp að höfða mál á hendur kaupanda hússins og íslenska ríkinu. Það gerði Jakob sömuleiðis en hann stefndi kaupandanum, ríkinu og Reykjanesbæ í febrúar þessa árs til greiðslu 59 milljóna króna. Sæstjarnan gerði kröfu um að Jakub legði fram 1,45 milljónir króna í málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi kröfuna segir að Sæstjarnan hafi reist kröfu sína á því að Jakub væri ekki borgunarmaður fyrir málskostnaði þeim sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða vegna málarekstursins. Til að mynda hefði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum í þrígang. „Stefnandi sé öryrki sem búi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hafi í þrígang verið dæmdur til refsingar í málum er varða fíkniefnabrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.“ Héraðsdómur félls á kröfur Sæstjörnunnar að mestu leyti og gerði Jakubi að reiða fram 1,1 milljón króna í málskostnaðartryggingu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og í dag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs. Hann þarf því að leggja fram 1,1 milljón vilji hann halda málarekstrinum áfram.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira