Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2025 15:31 Eva Nyström og Danielle van de Donk í baráttu í vítateignum, þegar ótrúlegur klaufaskapur Finna hófst í aðdraganda seinna marks Hollands. Getty/Roy Lazet Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira