Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 14:06 Nú má skíra íslensk börn í höfuðið á Milo Yiannopoulos, Link, Kareem Abdul-Jabbar, Roberto Baggio og Anoru Mikheeva. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins. Mannanöfn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins.
Mannanöfn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira