Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 27. júní 2025 06:30 Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Jóhann Hjartarson Heilsa Mest lesið Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun