Lífið samstarf

Flottasti garður landsins - taktu þátt!

Flottasti garður landsins 2025

Garðar landsins hafa blómstrað undanfarnar vikur um allt land og skarta margir sínu fegursta.

Bylgjan og Vísir ætla af því tilefni að verðlauna flottasta garð landsins í samstarfi við Garðheima og fær eigandi flottasta garðsins 100.000 kr. inneign hjá Garðheimum.

Það eina sem hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis þurfa að gera er að skrá sig til leiks og senda inn eina mynd af garðinum. Hægt er að skrá eigin garð til leiks eða einhvern annan fallegan garð. 

Dómnefnd Garðheima og Bylgjunnar velur fimm garða sem munu keppa til úrslita en hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis velja fallegasta garðinn í kosningu hér á Vísi sem fer í loftið seinni part júlí mánaðar.

Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út á miðnætti sunnudaginn 20. júlí.

Í Garðheimum fæst flest allt tengt grænum lífsstíl, plöntur, blóm, skreytingar, gjafavörur, gæludýravörur og gæða garðyrkjutæki og tól. Þessa dagana stendur yfir útsala í Garðheimum þar sem ýmsar vörur eru á 20-40% afslætti. Þar má m.a. nefna garðhúsgögn, fræ, rósir, matjurtir, sumarblóm, lyngrósir og sígrænar plöntur. Útsalan stendur yfir til 15. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.