Svisslendingar unnu þá 4-1 sigur á Tékkum en Norðmenn töpuðu 2-0 á móti Svíum. Bæði lið voru á heimavelli.
Svissneska landsliðið hafði ekki unnið leik síðan í október í fyrra og höfðu þær svissnesku leikið átta leiki í röð án þess að fagna sigri. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Liðið fer því inn á EM á heimavelli með sigur í farteskinu.
Sviss komst í 1-0 og 2-1 í fyrri hálfleik og skoraði síðan tvisvar í seinni hálfleiknum.
Fjórir leikmenn skoruðu mörk liðsins eða þær Riola Xhemaili, Geraldine Reuteler, Smilla Vallotto og Svenja Folmli. Xhemaili og Reuteler áttu líka báðar stoðsendingu.
Svíar skoruðu tvisvar í fyrri hálfleiknum í 2-0 sigri sínum á Norðmönnum.
Fyrra markið skoraði Arsenal konan Stina Blackstenius á sautjándu mínútu en Real Madrid konan Filippa Angeldal það síðara á 43. mínútu. Johanna Kaneryd, sem spilar með Chelsea, lagði upp bæði mörkin