Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 11:07 Baldvin Þorsteinsson kampakátur að vera orðinn forstjóri Samherja hf. Hann tekur við starfinu af föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni. Samherji Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Greint er frá forstjóraskiptunum í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að stjórn Samherja hafi fyrr í júní gengið frá ráðningu Baldvins sem sé þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt með ráðningunni. Þorsteinn Már greindi frá því í maí síðastliðnum að hann myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní og að sonurinn tæki við. „Eins og margir Akureyringar byrjaði ég ungur að árum að vinna hjá Samherja og hef gegnt margvíslegum störfum hjá félaginu í gegnum árin. Ég hef því kynnst félaginu, innviðum þess og starfsfólkinu smám saman og nú síðustu tvö árin sem stjórnarformaður Samherja. Þá hefur náið samstarf okkar feðga verið mikilvægt og gefandi,“ sagði Baldvin í tilefni af ráðningunni Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar hf. (nú Embla Medical) hefur tekið sæti Baldvins í stjórninni og er nýr stjórnarformaður Samherja hf. Jón hefur áður verið í stjórn félagsins, nánar tiltekið frá 2002 til 2006. Baldvin segist taka við öflugu búi og stefnan sé að byggja á þeim góða árangri sem náðst hafi á undanförnum árum. Félagið ætli að leggja frekari áherslu á landeldi með byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi og endurnýjun landeldisstöðvarinnar í Öxarfirði. Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir varaformaður, Jón Sigurðsson formaður, Ásta Dís Óladóttir, Óskar Magnússon.Samherji Uppalinn fyrir norðan, nám fyrir sunnan og útrás Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983, uppalinn á Akureyri og gekk svo í Menntaskólann á Akureyri áður en hann flutti suður til að hefja nám í Háskóla Íslands Eftir útskrift úr Bsc-námi í iðnaðarverkfræði frá HÍ 2007 hóf Baldvin störf hjá Samherja. Baldvin var árunum 2013-16 forstjóri Jarðborana hf. og var síðan framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja frá 2016 til 2019. Hann flutti til Hollands, stýrði stofnun Alda Seafood og gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsin til 2022 þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs til að stýra skrifstofu Alda Seafood í Osló. Baldvin hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga bæði hér á landi og erlendis. Hann var stjórnarformaður Eimskips hf. frá 2019 til 2022, sat í stjórn Olíuverzlunar Íslands (Olís) frá 2011 til 2018 og situr í dag í stjórn Samherja fiskeldis ehf., Nergård AS í Noregi og er stjórnarformaður Alda Seafood í Hollandi. Baldvin er kvæntur Þóru Kristínu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Tímamót Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Greint er frá forstjóraskiptunum í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að stjórn Samherja hafi fyrr í júní gengið frá ráðningu Baldvins sem sé þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt með ráðningunni. Þorsteinn Már greindi frá því í maí síðastliðnum að hann myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní og að sonurinn tæki við. „Eins og margir Akureyringar byrjaði ég ungur að árum að vinna hjá Samherja og hef gegnt margvíslegum störfum hjá félaginu í gegnum árin. Ég hef því kynnst félaginu, innviðum þess og starfsfólkinu smám saman og nú síðustu tvö árin sem stjórnarformaður Samherja. Þá hefur náið samstarf okkar feðga verið mikilvægt og gefandi,“ sagði Baldvin í tilefni af ráðningunni Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar hf. (nú Embla Medical) hefur tekið sæti Baldvins í stjórninni og er nýr stjórnarformaður Samherja hf. Jón hefur áður verið í stjórn félagsins, nánar tiltekið frá 2002 til 2006. Baldvin segist taka við öflugu búi og stefnan sé að byggja á þeim góða árangri sem náðst hafi á undanförnum árum. Félagið ætli að leggja frekari áherslu á landeldi með byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi og endurnýjun landeldisstöðvarinnar í Öxarfirði. Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir varaformaður, Jón Sigurðsson formaður, Ásta Dís Óladóttir, Óskar Magnússon.Samherji Uppalinn fyrir norðan, nám fyrir sunnan og útrás Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983, uppalinn á Akureyri og gekk svo í Menntaskólann á Akureyri áður en hann flutti suður til að hefja nám í Háskóla Íslands Eftir útskrift úr Bsc-námi í iðnaðarverkfræði frá HÍ 2007 hóf Baldvin störf hjá Samherja. Baldvin var árunum 2013-16 forstjóri Jarðborana hf. og var síðan framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja frá 2016 til 2019. Hann flutti til Hollands, stýrði stofnun Alda Seafood og gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsin til 2022 þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs til að stýra skrifstofu Alda Seafood í Osló. Baldvin hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga bæði hér á landi og erlendis. Hann var stjórnarformaður Eimskips hf. frá 2019 til 2022, sat í stjórn Olíuverzlunar Íslands (Olís) frá 2011 til 2018 og situr í dag í stjórn Samherja fiskeldis ehf., Nergård AS í Noregi og er stjórnarformaður Alda Seafood í Hollandi. Baldvin er kvæntur Þóru Kristínu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur.
Tímamót Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira