Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 00:06 Selenskí var fyrr í dag á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Haag. AP Volódimír Selenskí Úkraínuforseti og Alain Berset aðalritari Evrópuráðsins skrifuðu undir samkomulag um stofnun sérstaks dómstóls vegna árásarglæpa á hendur Úkraínu í Strassborg í dag. Frá þessu greinir Selenskí í samfélagsmiðlafærslu. „Samkomulagið og dómstóllinn gefa okkur raunverulegt tækifæri til að tryggja réttlæti vegna árásarglæpa. Við verðum að senda skýr skilaboð: Árás leiðir til refsingar. Evrópa öll þarf að vinna þetta í sameiningu. [Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í] Haag bíður þeirra sem bera ábyrgð. Það er nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð. Við erum þakklát Evrópuráðinu fyrir að taka af skarið í þessu ferli. Réttlæti verður sannarlega náð,“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvar dómstóllinn verður staðsettur eða hvenær réttarhöld færu fram. Í færslu á Instagram-síðu Evrópuráðsins segir að tilgangurinn með dómstólnum verði að sakfella hátt setta leiðtoga sem eru ábyrgir fyrir árásarglæpum Rússa gegn Úkraínu. Árásarglæpir vísi til ólögmætrar beitingar hervalds á hendur öðru ríki. Í maí árið 2023 skrifuðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, þáverandi utanríkisráðherra Úkraínu, undir sameiginlega yfirlýsingu sem fól í sér stofnun sérstaks dómstóls sem tryggði ábyrgðarskyldu vegna árásarglæpa. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna hafa enn og aftur siglt í strand en á síðasta viðræðufundi, sem fór fram í Istanbúl, lögðu rússneskir erindrekar fram kröfur sem Úkraínumenn höfðu áður sagt óásættanlegar og fela í sér uppgjöf gagnvart Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Frá þessu greinir Selenskí í samfélagsmiðlafærslu. „Samkomulagið og dómstóllinn gefa okkur raunverulegt tækifæri til að tryggja réttlæti vegna árásarglæpa. Við verðum að senda skýr skilaboð: Árás leiðir til refsingar. Evrópa öll þarf að vinna þetta í sameiningu. [Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í] Haag bíður þeirra sem bera ábyrgð. Það er nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð. Við erum þakklát Evrópuráðinu fyrir að taka af skarið í þessu ferli. Réttlæti verður sannarlega náð,“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvar dómstóllinn verður staðsettur eða hvenær réttarhöld færu fram. Í færslu á Instagram-síðu Evrópuráðsins segir að tilgangurinn með dómstólnum verði að sakfella hátt setta leiðtoga sem eru ábyrgir fyrir árásarglæpum Rússa gegn Úkraínu. Árásarglæpir vísi til ólögmætrar beitingar hervalds á hendur öðru ríki. Í maí árið 2023 skrifuðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, þáverandi utanríkisráðherra Úkraínu, undir sameiginlega yfirlýsingu sem fól í sér stofnun sérstaks dómstóls sem tryggði ábyrgðarskyldu vegna árásarglæpa. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna hafa enn og aftur siglt í strand en á síðasta viðræðufundi, sem fór fram í Istanbúl, lögðu rússneskir erindrekar fram kröfur sem Úkraínumenn höfðu áður sagt óásættanlegar og fela í sér uppgjöf gagnvart Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16