Meirihluti vill stöðva málþóf á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:06 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem tala gegn bókun 35 á Alþingi. Flestir telja þá umræðu einkennast af málþófi og að það sé sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Vísir/Vilhelm Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál. Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum. Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum.
Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent