Takk Trump! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 24. júní 2025 15:01 Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun