Tími til að staldra við Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 24. júní 2025 14:02 Þegar lögum er breytt sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna má ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt sé að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram. Þegar skortir á þetta er hættan sú að teknar séu ákvarðanir sem hafi neikvæðar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Það er því hlutverk Alþingis að gæta að því í hvívetna að vandað sé til þessara verka. Frumvarp atvinnuvegaráðherra um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldi er því miður þessu marki brennt. Það er ekki unnið með fullnægjandi hætti, finna má í því rangar forsendur og útreikninga, sem enn hafa ekki verið leiðréttir, og hvorki fagleg greining né heildstætt áhrifamat hafa verið unnin. Á þetta hafa margir bent; fyrirtæki í sjávarútvegi, tækni og nýsköpun, fiskmarkaðir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka og ábendingar verður ekki betur séð en að knýja eigi málið í gegnum þingið og sjá svo til með afleiðingarnar. Það er umhugsunarvert. Ráðherra segir eitt – tölurnar annað Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í ræðustól Alþingis á föstudag í fyrri viku: „Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023“. Af orðum ráðherra má vera ljóst að viðmiðunarárið er 2023 og að markmið hennar sé að hækka fjárhæð veiðigjaldsins um sjö til átta milljarða króna. Það er því vert að skoða hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins væri á árinu 2025, miðað við mat Skattsins á veiðigjaldi (krónur á hvert kíló) fyrir hverja fisktegund samkvæmt fyrirhuguðum breytingum miðað við álit meirihluta atvinnuveganefndar, ef aflinn væri nákvæmlega sá sami og hann var árið 2023. Miða verður við sama grunn, enda er það aflinn sem á endanum ræður heildarfjárhæð veiðigjalds á hverju ári. Miðað við þessar forsendur yrði heildarfjárhæð veiðigjalds 27,8 milljarðar króna á árinu 2025. Að teknu tilliti til þess umtalsverða afsláttar sem nú á að veita aðilum af veiðigjaldi, lækkar fjárhæðin í 24,4 milljarða króna. Um 93% afsláttarins kemur til lækkunar á veiðigjaldi af þorski og ýsu, einungis 7% vegna allra annarra tegunda. Raunverulegur munur er því rúmir 14 til 17 milljarðarkróna miðað við fjárhæð veiðigjalds árið 2023, eftir því hvort miðað er við upphæðina með eða án afsláttar. Það er því ljóst að sú „staðreynd“ sem ráðherra vitnar til er hreint ekki nein staðreynd – þvert á móti. Ef tekið væri mið af niðurstöðu Skattsins miðað við þær forsendur sem lágu fyrir í frumvarpi ráðherra sem lagt var fyrir þing, yrði heildarfjárhæð veiðigjaldsins 32 milljarðar króna án afsláttar, en um 29,5 milljarðar að teknu tilliti til afsláttar. Skoðum nú hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins yrði í ár, aftur miðað við sama afla og árið 2023, en að þessu sinni út frá því gjaldi sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að greiða samkvæmt gildandi lögum. Niðurstaðan er 16,1 milljarður króna, en 15,5 milljarðar með afslætti. Það er 5,4 til 5,5 milljörðum meira en fyrirtækin greiddu árið 2023, þar sem 3,3 milljarða má rekja til hækkunar á veiðigjaldi af uppsjávartegundum. Munurinn á þessari fjárhæð og fyrrgreindu markmiði ráðherra er því einungis 1,5 til 3 milljarðar króna. Af ofangreindu má vera ljóst að það skiptir sköpum að horft sé á aflamagn þegar heildarfjárhæð veiðigjalds er til umræðu. Miklar sveiflur eru í úthlutuðu aflamarki einstakra fisktegunda milli ára, og þar með í veiddum afla. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar í uppsjávartegundum. Þá eru einnig miklar sveiflur í afkomu einstakra tegunda sem ráðast af fjölmörgum þáttum, meðal annars markaðsaðstæðum, nýtingu, gengi og framboði einstakra tegunda á heimsvísu. Vanmat á áhrifum blasir við Auðsýnt er að fjárhæð boðaðs veiðigjalds er komin langt umfram það sem ráðherra lagði upp með. Það endurspeglast ágætlega í töflu 15 sem birt var í frumvarpsdrögum sem sýnir áætlun atvinnuráðuneytisins á fjárhæð veiðigjaldsins næstu fimm árin. Þar var áætlað að heildarfjárhæð veiðigjalds án afsláttar yrði á bilinu 18 til 20 milljarðar króna á tímabilinu, en um 17 til 19 milljarðar með afslætti. Vanmat ráðuneytisins endurspeglast jafnframt vel í hringlinu með frítekjumark og afslátt. Í frumvarpsdrögum var lagt til að aðilar fengju 50% afslátt af fyrstu 10 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald og svo 30% af næstu 10 milljónum. Hámarksafsláttur var því 8 milljónir króna. Þegar frumvarpið var lagt fyrir þing áttu aðilar að fá 40% afslátt af fyrstu 50 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald af þorski og ýsu og 40% afslátt af fyrstu 9 milljónum sem þeir greiddu fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur var því 23,6 milljónir króna. Nú leggur meirihluti atvinnuveganefndar til að aðilar fái 65% afslátt af fyrstu 15 milljónunum sem þeir greiða í veiðigjald af þorski og ýsu og 45% af næstu 55 milljónum sem þeir greiða fyrir sömu tegundir. Áfram er 40% afsláttur af fyrstu 9 milljónunum sem aðilar greiða fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur er því kominn upp í 38,1 milljón króna. Hvað segir það okkur? Við þekkjum það öll sem neytendur, að þegar okkur er boðinn verulegur afsláttur af verði vöru eða þjónustu, þá læðist sú hugsun að okkur, líklega með réttu, að ásett verð sé einfaldlega of hátt – jafnvel okurverð. Og þetta er einmitt sú hugsun sem hlýtur að læðast að skynsömu fólki þegar það sér þessar miklu hækkanir afslátta af boðuðu veiðigjaldi. Hvernig má það vera að meirihluti atvinnuveganefndar telur að 92% rúmlega 900 aðila sem greiða veiðigjald, þurfi að minnsta kosti 50% afslátt af fjárhæðinni? Og að um 75% þessara aðila geti ekki greitt nema 35% af fjárhæð hækkaðs veiðigjalds? Ef veita þarf þetta mikinn afslátt, er þá ekki nokkuð augljóst að gjaldið er einfaldlega orðið allt of hátt? Ábyrg stjórnvöld bregðast við Það er engum greiði gerður með því að halda áfram á þeirri braut sem nú er fetuð, án þess að þingmenn hafi raunhæfan grundvöll til að meta áhrif breytinganna. Hlutverk hvers þingmanns hlýtur að vera að koma því til leiðar að ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi byggist á réttum forsendum, traustum gögnum, faglegri greiningu og áhrifamati. Það er engin skömm að viðurkenna að frumvarp þarfnist endurskoðunar. Þvert á móti sýnir það styrk, ábyrgð og virðingu fyrir lýðræðinu þegar stjórnvöld bregðast við rökum og umbæta eigið verk. Er ekki rétt að staldra við og rýna aðeins í tölulegar staðreyndir? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar lögum er breytt sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna má ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt sé að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram. Þegar skortir á þetta er hættan sú að teknar séu ákvarðanir sem hafi neikvæðar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Það er því hlutverk Alþingis að gæta að því í hvívetna að vandað sé til þessara verka. Frumvarp atvinnuvegaráðherra um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldi er því miður þessu marki brennt. Það er ekki unnið með fullnægjandi hætti, finna má í því rangar forsendur og útreikninga, sem enn hafa ekki verið leiðréttir, og hvorki fagleg greining né heildstætt áhrifamat hafa verið unnin. Á þetta hafa margir bent; fyrirtæki í sjávarútvegi, tækni og nýsköpun, fiskmarkaðir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka og ábendingar verður ekki betur séð en að knýja eigi málið í gegnum þingið og sjá svo til með afleiðingarnar. Það er umhugsunarvert. Ráðherra segir eitt – tölurnar annað Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í ræðustól Alþingis á föstudag í fyrri viku: „Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023“. Af orðum ráðherra má vera ljóst að viðmiðunarárið er 2023 og að markmið hennar sé að hækka fjárhæð veiðigjaldsins um sjö til átta milljarða króna. Það er því vert að skoða hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins væri á árinu 2025, miðað við mat Skattsins á veiðigjaldi (krónur á hvert kíló) fyrir hverja fisktegund samkvæmt fyrirhuguðum breytingum miðað við álit meirihluta atvinnuveganefndar, ef aflinn væri nákvæmlega sá sami og hann var árið 2023. Miða verður við sama grunn, enda er það aflinn sem á endanum ræður heildarfjárhæð veiðigjalds á hverju ári. Miðað við þessar forsendur yrði heildarfjárhæð veiðigjalds 27,8 milljarðar króna á árinu 2025. Að teknu tilliti til þess umtalsverða afsláttar sem nú á að veita aðilum af veiðigjaldi, lækkar fjárhæðin í 24,4 milljarða króna. Um 93% afsláttarins kemur til lækkunar á veiðigjaldi af þorski og ýsu, einungis 7% vegna allra annarra tegunda. Raunverulegur munur er því rúmir 14 til 17 milljarðarkróna miðað við fjárhæð veiðigjalds árið 2023, eftir því hvort miðað er við upphæðina með eða án afsláttar. Það er því ljóst að sú „staðreynd“ sem ráðherra vitnar til er hreint ekki nein staðreynd – þvert á móti. Ef tekið væri mið af niðurstöðu Skattsins miðað við þær forsendur sem lágu fyrir í frumvarpi ráðherra sem lagt var fyrir þing, yrði heildarfjárhæð veiðigjaldsins 32 milljarðar króna án afsláttar, en um 29,5 milljarðar að teknu tilliti til afsláttar. Skoðum nú hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins yrði í ár, aftur miðað við sama afla og árið 2023, en að þessu sinni út frá því gjaldi sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að greiða samkvæmt gildandi lögum. Niðurstaðan er 16,1 milljarður króna, en 15,5 milljarðar með afslætti. Það er 5,4 til 5,5 milljörðum meira en fyrirtækin greiddu árið 2023, þar sem 3,3 milljarða má rekja til hækkunar á veiðigjaldi af uppsjávartegundum. Munurinn á þessari fjárhæð og fyrrgreindu markmiði ráðherra er því einungis 1,5 til 3 milljarðar króna. Af ofangreindu má vera ljóst að það skiptir sköpum að horft sé á aflamagn þegar heildarfjárhæð veiðigjalds er til umræðu. Miklar sveiflur eru í úthlutuðu aflamarki einstakra fisktegunda milli ára, og þar með í veiddum afla. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar í uppsjávartegundum. Þá eru einnig miklar sveiflur í afkomu einstakra tegunda sem ráðast af fjölmörgum þáttum, meðal annars markaðsaðstæðum, nýtingu, gengi og framboði einstakra tegunda á heimsvísu. Vanmat á áhrifum blasir við Auðsýnt er að fjárhæð boðaðs veiðigjalds er komin langt umfram það sem ráðherra lagði upp með. Það endurspeglast ágætlega í töflu 15 sem birt var í frumvarpsdrögum sem sýnir áætlun atvinnuráðuneytisins á fjárhæð veiðigjaldsins næstu fimm árin. Þar var áætlað að heildarfjárhæð veiðigjalds án afsláttar yrði á bilinu 18 til 20 milljarðar króna á tímabilinu, en um 17 til 19 milljarðar með afslætti. Vanmat ráðuneytisins endurspeglast jafnframt vel í hringlinu með frítekjumark og afslátt. Í frumvarpsdrögum var lagt til að aðilar fengju 50% afslátt af fyrstu 10 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald og svo 30% af næstu 10 milljónum. Hámarksafsláttur var því 8 milljónir króna. Þegar frumvarpið var lagt fyrir þing áttu aðilar að fá 40% afslátt af fyrstu 50 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald af þorski og ýsu og 40% afslátt af fyrstu 9 milljónum sem þeir greiddu fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur var því 23,6 milljónir króna. Nú leggur meirihluti atvinnuveganefndar til að aðilar fái 65% afslátt af fyrstu 15 milljónunum sem þeir greiða í veiðigjald af þorski og ýsu og 45% af næstu 55 milljónum sem þeir greiða fyrir sömu tegundir. Áfram er 40% afsláttur af fyrstu 9 milljónunum sem aðilar greiða fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur er því kominn upp í 38,1 milljón króna. Hvað segir það okkur? Við þekkjum það öll sem neytendur, að þegar okkur er boðinn verulegur afsláttur af verði vöru eða þjónustu, þá læðist sú hugsun að okkur, líklega með réttu, að ásett verð sé einfaldlega of hátt – jafnvel okurverð. Og þetta er einmitt sú hugsun sem hlýtur að læðast að skynsömu fólki þegar það sér þessar miklu hækkanir afslátta af boðuðu veiðigjaldi. Hvernig má það vera að meirihluti atvinnuveganefndar telur að 92% rúmlega 900 aðila sem greiða veiðigjald, þurfi að minnsta kosti 50% afslátt af fjárhæðinni? Og að um 75% þessara aðila geti ekki greitt nema 35% af fjárhæð hækkaðs veiðigjalds? Ef veita þarf þetta mikinn afslátt, er þá ekki nokkuð augljóst að gjaldið er einfaldlega orðið allt of hátt? Ábyrg stjórnvöld bregðast við Það er engum greiði gerður með því að halda áfram á þeirri braut sem nú er fetuð, án þess að þingmenn hafi raunhæfan grundvöll til að meta áhrif breytinganna. Hlutverk hvers þingmanns hlýtur að vera að koma því til leiðar að ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi byggist á réttum forsendum, traustum gögnum, faglegri greiningu og áhrifamati. Það er engin skömm að viðurkenna að frumvarp þarfnist endurskoðunar. Þvert á móti sýnir það styrk, ábyrgð og virðingu fyrir lýðræðinu þegar stjórnvöld bregðast við rökum og umbæta eigið verk. Er ekki rétt að staldra við og rýna aðeins í tölulegar staðreyndir? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun