Andy Murray var fyrsti breski maðurinn til þess að vinna á Wimbledon í 77 ár þegar hann vann Novak Djokovic árið 2013.
Debbie Jevans forstöðukona All England Club, hefur sagt að þau eru í sambandi við Murray um að útbúa styttu og vonast til þess að geta komið henni fyrir á Wimbledon árið 2027.
„Við viljum reisa styttu af Andy Murray, og við erum að vinna náið með honum, og hans teymi. Áætlun okkar er að frumsýna hana á 150 ára afmæli fyrsta mótsins hér, sem var 1877. Hann þarf að vera hluti af þessu með okkur, og hann mun vera það,“ sagði Debbie í hlaðvarpinu Ainslie + Ainslie Performance People.
„Þar sem hann er hættur að spila, hlökkum við til þess að taka vel á móti honum og að hann geti verið hluti af okkar félagi til lengri tíma. Við sáum að Rafa Nadal fékk veggskjöld á Roland Garros sem var einstakt. Þú hugsuðum við, hvað viljum við gera fyrir Andy?“ Sagði Debbie.