Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2025 12:10 Eyjaförður. Horft til Akureyrar. vísir/vilhelm Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. Kleifar fiskeldi stefnir að því að setja á laggirnar sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði og fjörðunum við Tröllaskaga. Beðið er eftir því að Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, taki ákvörðun hvort framkvæmt verði burðarþolsmat og áhættumat í Eyjafirði en hún er fimmti ráðherrann til að hafa málið á sínu borði síðan 2016. „Ansi plássfrek umræða“ „Ráðherrann hefur gefið til kynna, hún gerði það á ráðstefnu núna síðast í maí. Að hún ætli sér að ráðast í burðarþolsmat fyrir norðan. Við höfum alltaf litið á það að þessu fylgi raunverulega jákvæð athafnaskylda ráðherra til þess að fara af stað í þetta verkefni.“ Þetta segir Vigdís Häsler verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi. Fyrirtækið bindi vonir við að geta hafið slátrun á svæðinu í fyrsta lagi 2028 eða 2029 þó að ákvörðun stjórnvalda sé beðið. „Eins og staðan er höfum við hægt á verkefninu á meðan við sjáum fram undan með ákvarðanir stjórnvalda með fiskeldið og stefnuna í þeim málum. Ráðherrann hefur gefið út að það verði líklega nýtt frumvarp um fiskeldi lagt fram í haust. Þegar við sjáum betra skyggni þá munum við halda áfram af fullum krafti.“ Vigdís Häsler verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi.Bændasamtök Íslands Vigdís tekur fram að umræðan um frumvarp um hækkun veiðigjalda hafi einnig áhrif. „Ég er fylgjandi allri umræðu sem snerta íslensku þjóðina. Það verður þó ekki hjá því litið að þetta er orðin ansi plássfrek umræða. Sérstaklega í ljósi þess að það eru önnu risastór mál sem þarfnast jafnframt umræðu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skilaði frá sér úttekt á stöðu efnahagsmála í byrjun maí. Það eru ákveðnar áhyggjur með stöðu sjávarútvegsins á Íslandi í ljósi þeirra breytinga sem eru í farvatninu. Það er komið inn á það í úttektinni að svo að horfurnar verði áfram jákvæðar þurfum við að horfa til annara stoða til að byggja undir íslenskt efnahagslíf. Það er meðal annars þá fiskeldi og lækningarvörur.“ Hefur skilning á áhyggjum íbúa Sjö sveitarfélögum á svæðinu verði boðin eignarhlutur sem nemur samtals um tíu prósentum. Að mati Vigdísar munu áformin hafa jákvæð áhrif fyrir byggðina. „Það eru áætlanir um 170 til 180 störf á svæðinu í heildina. Bæði bein og óbein störf. Fyrir Norðurland þá gæti þetta haft mikil áhrif. Það eru í raun og veru tekjur að berast beint til sveitarfélaganna. Það sem við verðum að athuga er að fyrirtækin greiða svokallað fiskeldisgjald sem er í raun og veru auðlindagjald. Það rennur að tveimur þriðju til ríkisins og einn þriðjungur til fiskeldissjóðs. Það er algjörlega óforskammað að sveitarfélögin sem taka þátt að fullu í uppbyggingu og atvinnurekstri fái raunverulega ekki hlut í þessu gjaldi. Heldur þurfa að standa í röð til að sækja um fyrir verkefni eins og fráveitur og uppbyggingu leikskóla.“ Hluti íbúa á svæðinu hafa lýst áhyggjum vegna mögulegra áhrifa áformanna á lífríkið og hafa kallað eftir því að Eyjafjörður verði friðaður. „Ég skil þær áhyggjur bara mjög vel. Það er hins vegar ekki tilefni til að fara í sömu skotgrafirnar og hefur verið því að það er mikil tækni og framþróun sem er að eiga sér stað innan atvinnugreinarinnar. Það er líka tilgangurinn með burðarþolsmati að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfseminni.“ Vigdís segir einu mögulega málefnalegu ástæðuna fyrir því að burðarþolsmat fari ekki fram vera ef fjármagn væri ekki til staðar fyrir verkefninu. Það sé þó ekki raunin. „Það hafa hátt í 1,9 milljarðar runnið til Hafrannsóknarstofnunnar til að gera einmitt þetta. Það er að rannsaka firðina og svo fylgjast með þeirri eldisstarfsemi sem er til staðar.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Kleifar fiskeldi stefnir að því að setja á laggirnar sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði og fjörðunum við Tröllaskaga. Beðið er eftir því að Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, taki ákvörðun hvort framkvæmt verði burðarþolsmat og áhættumat í Eyjafirði en hún er fimmti ráðherrann til að hafa málið á sínu borði síðan 2016. „Ansi plássfrek umræða“ „Ráðherrann hefur gefið til kynna, hún gerði það á ráðstefnu núna síðast í maí. Að hún ætli sér að ráðast í burðarþolsmat fyrir norðan. Við höfum alltaf litið á það að þessu fylgi raunverulega jákvæð athafnaskylda ráðherra til þess að fara af stað í þetta verkefni.“ Þetta segir Vigdís Häsler verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi. Fyrirtækið bindi vonir við að geta hafið slátrun á svæðinu í fyrsta lagi 2028 eða 2029 þó að ákvörðun stjórnvalda sé beðið. „Eins og staðan er höfum við hægt á verkefninu á meðan við sjáum fram undan með ákvarðanir stjórnvalda með fiskeldið og stefnuna í þeim málum. Ráðherrann hefur gefið út að það verði líklega nýtt frumvarp um fiskeldi lagt fram í haust. Þegar við sjáum betra skyggni þá munum við halda áfram af fullum krafti.“ Vigdís Häsler verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi.Bændasamtök Íslands Vigdís tekur fram að umræðan um frumvarp um hækkun veiðigjalda hafi einnig áhrif. „Ég er fylgjandi allri umræðu sem snerta íslensku þjóðina. Það verður þó ekki hjá því litið að þetta er orðin ansi plássfrek umræða. Sérstaklega í ljósi þess að það eru önnu risastór mál sem þarfnast jafnframt umræðu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skilaði frá sér úttekt á stöðu efnahagsmála í byrjun maí. Það eru ákveðnar áhyggjur með stöðu sjávarútvegsins á Íslandi í ljósi þeirra breytinga sem eru í farvatninu. Það er komið inn á það í úttektinni að svo að horfurnar verði áfram jákvæðar þurfum við að horfa til annara stoða til að byggja undir íslenskt efnahagslíf. Það er meðal annars þá fiskeldi og lækningarvörur.“ Hefur skilning á áhyggjum íbúa Sjö sveitarfélögum á svæðinu verði boðin eignarhlutur sem nemur samtals um tíu prósentum. Að mati Vigdísar munu áformin hafa jákvæð áhrif fyrir byggðina. „Það eru áætlanir um 170 til 180 störf á svæðinu í heildina. Bæði bein og óbein störf. Fyrir Norðurland þá gæti þetta haft mikil áhrif. Það eru í raun og veru tekjur að berast beint til sveitarfélaganna. Það sem við verðum að athuga er að fyrirtækin greiða svokallað fiskeldisgjald sem er í raun og veru auðlindagjald. Það rennur að tveimur þriðju til ríkisins og einn þriðjungur til fiskeldissjóðs. Það er algjörlega óforskammað að sveitarfélögin sem taka þátt að fullu í uppbyggingu og atvinnurekstri fái raunverulega ekki hlut í þessu gjaldi. Heldur þurfa að standa í röð til að sækja um fyrir verkefni eins og fráveitur og uppbyggingu leikskóla.“ Hluti íbúa á svæðinu hafa lýst áhyggjum vegna mögulegra áhrifa áformanna á lífríkið og hafa kallað eftir því að Eyjafjörður verði friðaður. „Ég skil þær áhyggjur bara mjög vel. Það er hins vegar ekki tilefni til að fara í sömu skotgrafirnar og hefur verið því að það er mikil tækni og framþróun sem er að eiga sér stað innan atvinnugreinarinnar. Það er líka tilgangurinn með burðarþolsmati að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfseminni.“ Vigdís segir einu mögulega málefnalegu ástæðuna fyrir því að burðarþolsmat fari ekki fram vera ef fjármagn væri ekki til staðar fyrir verkefninu. Það sé þó ekki raunin. „Það hafa hátt í 1,9 milljarðar runnið til Hafrannsóknarstofnunnar til að gera einmitt þetta. Það er að rannsaka firðina og svo fylgjast með þeirri eldisstarfsemi sem er til staðar.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent