Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 16:54 Dóha, höfuðbrog Katar. Getty Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. Tansim, ríkismiðill Írana, greinir frá því að Íran hafi hafið „öflugar“ hernaðaraðgerðir í dag til að svara árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran aðfaranótt sunnudags. Fjöldi miðla greindi frá því um kl. 17 í dag að sprengingar heyrðust frá himni yfir Dóha, höfuðborg Katar. Al Jazeera skrifaði enn fremur að blossar hefðu sést á himni yfir borginni. Aðgerðarstjórn Bandaríkjahers rekur herstöð í Katar, nánar til tekið í al-Udeid, sem er suðvestur af Dóha. Katarar lokuðu lofthelgi sinni fyrr í dag þar sem veruleg ógn var talinn á því að Íranir myndu ráðast á herstöðina, að sögn BBC. Stöðin í al-Udeid er ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Íran skaut eldflaugum suður í átt að al-Udeid herstöðinni.Vísir Axios hefur eftir ónafngreindum ráðamanni í Ísrael að tíu eldflaugum hafi verið skotið í átt að Katar og að minnsta kosti einni í átt að Írak. Sendiráð Bandaríkjanna í Katar biðlaði til Bandaríkjamanna þar í landi að leita skjóls fyrr í dag. Utanríkisráðherra Breta bað samlanda sína í Katar um slíkt hið sama. Utanríkisráðuneyti Katar hefur fordæmt árás Írana, sagt hana vera brot á fullveldi og landhelgi landsins. „Við í Katarríki áskiljum okkur rétt til þess að svara [...] þessum blygðunarlausu árásum,“ segir Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins, samkvæmt Al Jazeera. Utanríkisráðuneyti Katar segir enn fremur að loftvarnir landsins hafi skotið írönsku eldflaugarnar niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Íran Bandaríkin Ísrael Katar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Tansim, ríkismiðill Írana, greinir frá því að Íran hafi hafið „öflugar“ hernaðaraðgerðir í dag til að svara árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran aðfaranótt sunnudags. Fjöldi miðla greindi frá því um kl. 17 í dag að sprengingar heyrðust frá himni yfir Dóha, höfuðborg Katar. Al Jazeera skrifaði enn fremur að blossar hefðu sést á himni yfir borginni. Aðgerðarstjórn Bandaríkjahers rekur herstöð í Katar, nánar til tekið í al-Udeid, sem er suðvestur af Dóha. Katarar lokuðu lofthelgi sinni fyrr í dag þar sem veruleg ógn var talinn á því að Íranir myndu ráðast á herstöðina, að sögn BBC. Stöðin í al-Udeid er ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Íran skaut eldflaugum suður í átt að al-Udeid herstöðinni.Vísir Axios hefur eftir ónafngreindum ráðamanni í Ísrael að tíu eldflaugum hafi verið skotið í átt að Katar og að minnsta kosti einni í átt að Írak. Sendiráð Bandaríkjanna í Katar biðlaði til Bandaríkjamanna þar í landi að leita skjóls fyrr í dag. Utanríkisráðherra Breta bað samlanda sína í Katar um slíkt hið sama. Utanríkisráðuneyti Katar hefur fordæmt árás Írana, sagt hana vera brot á fullveldi og landhelgi landsins. „Við í Katarríki áskiljum okkur rétt til þess að svara [...] þessum blygðunarlausu árásum,“ segir Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins, samkvæmt Al Jazeera. Utanríkisráðuneyti Katar segir enn fremur að loftvarnir landsins hafi skotið írönsku eldflaugarnar niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íran Bandaríkin Ísrael Katar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila