Á flandri í klandri Jens Garðar Helgason skrifar 23. júní 2025 13:03 Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun