Lætur reyna á hvort samræði við þrettán ára sé nauðgun Árni Sæberg skrifar 23. júní 2025 11:41 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti, meðal annars fyrir að nauðga þrettán ára stúlku, hefur áfrýjað dómnum. Hann byggir áfrýjun sína meðal annars á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði. Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni mannsins um dóm Landsréttar frá febrúar þessa árs. Talsverða athygli vakti árið 2023 þegar maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Sannað en ekki talið að samræði við barn væri alltaf nauðgun Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sagði að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hefði þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákæruvaldið hvumsa Kolbrún Benediktsdóttir, þáverandi varahéraðssaksóknari, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að niðurstaða héraðsdóms hefði alls ekki verið í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún sagði að embætti hennar hefði komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það væri borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá sagði hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, væri í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hefði þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki væri sakfellt fyrir bæði brot. Landsréttur ósammála Ríkissaksóknari virðist hafa hlýtt á athugasemdir Héraðssaksóknara og enda áfrýjaði hann málinu til Landsréttar. Þar varð niðurstaðan önnur og maðurinn sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í dóminum sagði að óhjákvæmilegt væri að leggja til grundvallar að maðurinn hefði nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar þeirra, og vegna þess að hún hefði verið ein með honum fjarri öðrum. Því hafi maðurinn beitt hana ólögmætri nauðung eftir allt saman, og hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur þurfti að taka málið fyrir að hluta Í ákvörðun Hæstaréttar segir að maðurinn hefði byggt á því að málið hefði fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hann hefði verið sýknaður af nauðgun samkvæmt almennum hegningarlaga með héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti og því skyldi orðið við ósk hans um áfrýjunarleyfi. Þá hefði hann talið dóm Landsréttar bersýnilega rangan að formi og efni til, niðurstaða málsins byggði á reikulum framburði stúlkunnar og rangt mat hefði verið lagt á samskipti aðila á samfélagsmiðlum. Með dóminum væri brotið gegn grundvallarsjónarmiðum um sönnun í sakamálum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu mannsins og um önnur atriði að því leyti sem hún byggi á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti, í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála. Samkvæmt sömu lögum skuli hins vegar verða við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti, um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þar sem slíku verði ekki slegið föstu í tilviki leyfisbeiðanda verði beiðnin samþykkt. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. 17. október 2024 17:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni mannsins um dóm Landsréttar frá febrúar þessa árs. Talsverða athygli vakti árið 2023 þegar maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Sannað en ekki talið að samræði við barn væri alltaf nauðgun Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sagði að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hefði þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákæruvaldið hvumsa Kolbrún Benediktsdóttir, þáverandi varahéraðssaksóknari, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að niðurstaða héraðsdóms hefði alls ekki verið í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún sagði að embætti hennar hefði komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það væri borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá sagði hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, væri í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hefði þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki væri sakfellt fyrir bæði brot. Landsréttur ósammála Ríkissaksóknari virðist hafa hlýtt á athugasemdir Héraðssaksóknara og enda áfrýjaði hann málinu til Landsréttar. Þar varð niðurstaðan önnur og maðurinn sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í dóminum sagði að óhjákvæmilegt væri að leggja til grundvallar að maðurinn hefði nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar þeirra, og vegna þess að hún hefði verið ein með honum fjarri öðrum. Því hafi maðurinn beitt hana ólögmætri nauðung eftir allt saman, og hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur þurfti að taka málið fyrir að hluta Í ákvörðun Hæstaréttar segir að maðurinn hefði byggt á því að málið hefði fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hann hefði verið sýknaður af nauðgun samkvæmt almennum hegningarlaga með héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti og því skyldi orðið við ósk hans um áfrýjunarleyfi. Þá hefði hann talið dóm Landsréttar bersýnilega rangan að formi og efni til, niðurstaða málsins byggði á reikulum framburði stúlkunnar og rangt mat hefði verið lagt á samskipti aðila á samfélagsmiðlum. Með dóminum væri brotið gegn grundvallarsjónarmiðum um sönnun í sakamálum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu mannsins og um önnur atriði að því leyti sem hún byggi á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti, í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála. Samkvæmt sömu lögum skuli hins vegar verða við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti, um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þar sem slíku verði ekki slegið föstu í tilviki leyfisbeiðanda verði beiðnin samþykkt.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. 17. október 2024 17:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. 11. júní 2025 16:57
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39
Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. 17. október 2024 17:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent