„Skömmin þín“ Jokka G. Birnudóttir skrifar 23. júní 2025 09:32 Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun