Leik á Ítalíu aflýst vegna óeirða Haraldur Örn Haraldsson skrifar 23. júní 2025 12:17 Luka Lochoshvili leikmaður Salernitana reyndi að henda blysum af vellinum. Simone Arveda/Getty Umspilsleik um fallsæti í ítölsku Serie-B var aflýst vegna óeirða í stúkunni í gær. Stuðningsmenn létu illum látum og köstuðu meðal annars blysum og sætum inn á völlinn. Salernitana og Sampdoria áttust við í umspilsleik til að halda sér í Serie-B deildinni. Um tveggja leikja einvígi er að ræða en Sampdoria hafði unnið fyrri leikinn 2-0. Sampdoria spilaði einnig af krafti í seinni leiknum, komust tveimur mörkum yfir og leiddu þar af leiðandi viðureignina samtals 4-0 en þá varð allt vitlaust hjá stuðningsmönnum Salernitana, þar sem það virtist ekkert geta breytt því að liðið myndi falla um deild. Fjórum mínútum eftir að Sampdoria skoraði sitt annað mark í leiknum var kveikt á blysum, flugeldum og stólum hent inn á völlinn. Leikurinn var stöðvaður nokkrum sinnum til að ná ró á mannskapinn Það gekk þó ekki eftir og var leikmönnum því vísað inn í búningsklefa eftir sextíu og fimm mínútna leik. Lögreglan var þá kölluð á vettvang til að ná stjórn á stuðningsmönnunum. Dómari leiksins reyndi að byrja leikinn aftur tíu mínútum síðar, en stuðningsmenn héldu áfram að kasta hlutum inn á völlinn og þá var leiknum aflýst. Sampdoria verður líkast til dæmdur 3-0 sigur og munu þar af leiðandi vinna því einvígið 5-0. Líflína fyrir Sampdoria sem endaði tímabilið í fallsæti en eftir að tímabilinu lauk fékk Brescia á sig átta stiga refsingu sem lyfti Sampdoria yfir þá í töflunni. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Salernitana og Sampdoria áttust við í umspilsleik til að halda sér í Serie-B deildinni. Um tveggja leikja einvígi er að ræða en Sampdoria hafði unnið fyrri leikinn 2-0. Sampdoria spilaði einnig af krafti í seinni leiknum, komust tveimur mörkum yfir og leiddu þar af leiðandi viðureignina samtals 4-0 en þá varð allt vitlaust hjá stuðningsmönnum Salernitana, þar sem það virtist ekkert geta breytt því að liðið myndi falla um deild. Fjórum mínútum eftir að Sampdoria skoraði sitt annað mark í leiknum var kveikt á blysum, flugeldum og stólum hent inn á völlinn. Leikurinn var stöðvaður nokkrum sinnum til að ná ró á mannskapinn Það gekk þó ekki eftir og var leikmönnum því vísað inn í búningsklefa eftir sextíu og fimm mínútna leik. Lögreglan var þá kölluð á vettvang til að ná stjórn á stuðningsmönnunum. Dómari leiksins reyndi að byrja leikinn aftur tíu mínútum síðar, en stuðningsmenn héldu áfram að kasta hlutum inn á völlinn og þá var leiknum aflýst. Sampdoria verður líkast til dæmdur 3-0 sigur og munu þar af leiðandi vinna því einvígið 5-0. Líflína fyrir Sampdoria sem endaði tímabilið í fallsæti en eftir að tímabilinu lauk fékk Brescia á sig átta stiga refsingu sem lyfti Sampdoria yfir þá í töflunni.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira