Á Austurlandi verður hitinn frá sjö stigum en á Vesturlandi gæti hitinn farið upp í sautján stig samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Á morgun verður veðrið áfram svipað en bætir þó í úrkomu Norður- og Austurlandi.
Veðurhorfur næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag: Austlæg átt 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Væta með köflum, einkum á Suður- og Vesturlandi og hiti 7 til 14 stig, mildast norðvestantil.
Á fimmtudag: Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning. Hiti 8 til 13 stig.
Á föstudag og laugardag: Breytileg átt og allvíða skúrir. Heldur kólnandi.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum.