Lárus sagði leikmenn ÍA hætta og stjórnendur sofa á verðinum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 14:16 Lárus Orri Sigurðsson hefur síðustu misseri getið sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi en snýr nú aftur í þjálfun. Sýn Sport „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni á mánudagskvöld, þegar rætt var um þjálfaramálin hjá ÍA. Nú hefur hann verið ráðinn þjálfari liðsins. Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega. Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega.
Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira