Reif Sæunni niður á hárinu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:00 Hér er Elaina LaMacchia, markvörður Fram, búin að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur sem fellur til jarðar. Augu dómarans virðast vera á boltanum. Sýn Sport Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi. Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15