Reif Sæunni niður á hárinu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:00 Hér er Elaina LaMacchia, markvörður Fram, búin að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur sem fellur til jarðar. Augu dómarans virðast vera á boltanum. Sýn Sport Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi. Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti