Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 20:15 Olíuskipið Eagle S er sagt hluti af rússneskum skuggaflota. AP/Jussi Nukari Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Fram kemur í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu að fulltrúar Norðurlandanna, ásamt Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Lettlandi, Þýskalandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi hafi verið á fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrir Íslands hönd tók Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins þátt. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja, meðal annars til að flytja rússneska olíu sem seld er yfir verðþaki G7-ríkjanna sem nemur sextíu dölum á tunnu. Þessi skip eru einnig oftar en ekki gömul og úrsérgenginn og af þeim stafar því umhverfisógn og ógn við siglingaöryggi. Þá hafa þessi skip einnig valdið alvarlegum skemmdum á neðansjávarinnviðum í Eystrasalti. Á fundinum hafi meðal annars rætt um sameiginlegar aðgerðir á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), frekari þvingunaraðgerðir og upplýsingaskipti. Sérstaklega var fjallað um fánalaus skip, skip sem eru ekki í skipaskrá ríkis og sem sæta þar af leiðandi ekki eftirliti fánaríkis. Ríkin sammæltust um að setja sér sameiginleg viðmð tengd túlkun á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við slík skip sem kunna að sigla undir fána lands þrátt fyrir að vera ekki skráð þar í raun. „Ef skip sigla ekki undir gildum fána í Eystrasalti og Norðursjó munum við grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við alþjóðalög,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins danska. Rússland Hafið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu að fulltrúar Norðurlandanna, ásamt Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Lettlandi, Þýskalandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi hafi verið á fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrir Íslands hönd tók Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins þátt. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja, meðal annars til að flytja rússneska olíu sem seld er yfir verðþaki G7-ríkjanna sem nemur sextíu dölum á tunnu. Þessi skip eru einnig oftar en ekki gömul og úrsérgenginn og af þeim stafar því umhverfisógn og ógn við siglingaöryggi. Þá hafa þessi skip einnig valdið alvarlegum skemmdum á neðansjávarinnviðum í Eystrasalti. Á fundinum hafi meðal annars rætt um sameiginlegar aðgerðir á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), frekari þvingunaraðgerðir og upplýsingaskipti. Sérstaklega var fjallað um fánalaus skip, skip sem eru ekki í skipaskrá ríkis og sem sæta þar af leiðandi ekki eftirliti fánaríkis. Ríkin sammæltust um að setja sér sameiginleg viðmð tengd túlkun á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við slík skip sem kunna að sigla undir fána lands þrátt fyrir að vera ekki skráð þar í raun. „Ef skip sigla ekki undir gildum fána í Eystrasalti og Norðursjó munum við grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við alþjóðalög,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins danska.
Rússland Hafið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira