„Ég er ánægður og stoltur. Loksins er búið að ganga frá þessu, ég er úinn að bíða lengi. Loksins er þetta búið og ég er mjög ánægður,“ sagði Wirtz eftir að hann skrifaði undir samninginn.
„Ég er spenntur fyrir þessu nýja ævintýri sem er fyrir framan mig. Það var eitt af aðalmálunum sem ég hugsaði út í, ég vildi prófa eitthvað nýtt, fara frá þýsku deildinni og komast í Ensku Úrvalsdeildina,“ sagði Wirtz.
„Við sjáum til hvernig ég stend mig hér. Ég vona að ég geti gert mitt besta. Ég hef talað við nokkra leikmenn sem hafa spilað hér og þeir sögðu að þetta æri fullkomið fyrir mig, völlurinn er fullkominn, þú getur notið leiks þíns hér. Ég hlakka mjög til að spila minn fyrsta leik hér,“ sagði Wirtz.