Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 11:23 Sigríður Stefánsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir. Aðsend Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Frá þessu segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að Silja Bára hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2018 og verið formaður síðustu þrjú árin. „Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní. Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017. Þá var hún bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Akureyri á árunum 1984-1998 og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hún átti sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölda nefnda og ráða á sveitarstjórnarstigi og hjá ríkinu. Sigríður er búsett á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði að hún taki við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfi fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki. „Í samvinnu við öfluga stjórn vil ég gjarnan leggja sérstaka áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum og styðja við þau sem þeim mikilvægu og fjölbreyttu störfum sinna.“ Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða krossins sé öflugt um allt land. Á sama tíma segir hún mikilvægt að sinna hjálparstarfi og alþjóðastarfi á viðsjárverðum tímum. „Rauði krossinn þarf að halda áfram að vera ávallt til staðar, þar sem þörfin er mest,“ segir Sigríður. Lýkur stjórnarsetu með þakklæti Silja Bára segir það hafi verið mikill heiður að vera í stjórn Rauða krossins og gegna formennsku síðustu árin. „Á þeim tíma sem ég hef verið í stjórn hefur geisað heimsfaraldur, eldgosahrina gengið yfir og flóttafólki á landinu fjölgað gríðarlega,“ segir hún. „Rauði krossinn hefur sinnt mikilvægum verkefnum á öllum þessum sviðum, ásamt því að reka önnur mikilvæg verkefni sem reiða sig á sjálfboðna þjónustu fólks í sínum nærsamfélögum. Við fögnuðum hundrað ára afmæli í fyrra og við það tækifæri gafst gott tækifæri til að skoða hvernig starf félagsins hefur þróast en sami kjarninn haldist – að styðja við fólk í erfiðum aðstæðum. Það er ástæða til að vera uggandi um framtíðina, stríð geisa víða um heim og hungursneyðir af mannavöldum og náttúrunnar kalla á aukið framlag til þróunarstarfs og friðaruppbyggingar, en áhersla ráðafólks er frekar á að svara kalli eftir aukinni hervæðingu. Verkefni Rauða krossins, hér heima og á alþjóðavettvangi, verður áfram að vera til staðar fyrir samfélagið sitt og það þurfum við að skilgreina á breiðan hátt. Ég lýk stjórnarsetu í Rauða krossinum með þakklæti en held áfram að vera félagi og Mannvinur,“ segir Silja Bára. Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að Silja Bára hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2018 og verið formaður síðustu þrjú árin. „Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní. Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017. Þá var hún bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Akureyri á árunum 1984-1998 og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hún átti sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölda nefnda og ráða á sveitarstjórnarstigi og hjá ríkinu. Sigríður er búsett á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði að hún taki við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfi fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki. „Í samvinnu við öfluga stjórn vil ég gjarnan leggja sérstaka áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum og styðja við þau sem þeim mikilvægu og fjölbreyttu störfum sinna.“ Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða krossins sé öflugt um allt land. Á sama tíma segir hún mikilvægt að sinna hjálparstarfi og alþjóðastarfi á viðsjárverðum tímum. „Rauði krossinn þarf að halda áfram að vera ávallt til staðar, þar sem þörfin er mest,“ segir Sigríður. Lýkur stjórnarsetu með þakklæti Silja Bára segir það hafi verið mikill heiður að vera í stjórn Rauða krossins og gegna formennsku síðustu árin. „Á þeim tíma sem ég hef verið í stjórn hefur geisað heimsfaraldur, eldgosahrina gengið yfir og flóttafólki á landinu fjölgað gríðarlega,“ segir hún. „Rauði krossinn hefur sinnt mikilvægum verkefnum á öllum þessum sviðum, ásamt því að reka önnur mikilvæg verkefni sem reiða sig á sjálfboðna þjónustu fólks í sínum nærsamfélögum. Við fögnuðum hundrað ára afmæli í fyrra og við það tækifæri gafst gott tækifæri til að skoða hvernig starf félagsins hefur þróast en sami kjarninn haldist – að styðja við fólk í erfiðum aðstæðum. Það er ástæða til að vera uggandi um framtíðina, stríð geisa víða um heim og hungursneyðir af mannavöldum og náttúrunnar kalla á aukið framlag til þróunarstarfs og friðaruppbyggingar, en áhersla ráðafólks er frekar á að svara kalli eftir aukinni hervæðingu. Verkefni Rauða krossins, hér heima og á alþjóðavettvangi, verður áfram að vera til staðar fyrir samfélagið sitt og það þurfum við að skilgreina á breiðan hátt. Ég lýk stjórnarsetu í Rauða krossinum með þakklæti en held áfram að vera félagi og Mannvinur,“ segir Silja Bára.
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira