„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 12:04 Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum. Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum.
Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent