Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 06:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat við borðið sitt og spurði leikmenn Juventus spurninga. Fremst má sjá bikarinn sem keppt er um í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Chip Somodevilla Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta. Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.
Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira