Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifa 18. júní 2025 19:31 Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Embætti landlæknis Matur Heilsa Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar