Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 09:44 Sigfús, forsprakki samtakanna Ísland, þvert á flokka, fór rangt með þegar hann fullyrti að Grímur ætti að halda sig á mottunni því Geðhjálp væri rekið á kostnað ríkisins. Bein framlög ríkisins eru hins vegar hverfandi liður í tekjum Geðhjálpar. vísir/viktor freyr/vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi. Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur. Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur.
Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira