Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar 19. júní 2025 10:32 Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni. Rannsóknir sýna að umræðuefni og áherslur gagnvart ungmennum hafa þróast verulega á síðustu árum. Fyrir tiltölulega skömmu þótti óalgengt að sveitarfélög eða stjórnvöld hefðu skýra forvarnarstefnu. Málefni eins og geðheilbrigði, líðan og félagslegar áskoranir voru lítið rædd og aðgengi að viðeigandi stuðningi takmarkað. Í dag er viðurkenning á mikilvægi forvarna orðin útbreidd. Sérstaklega er lögð áhersla á ungmenni sem eru í mótunarferli þar sem ákvarðanir og aðstæður geta haft langvarandi áhrif á framtíð þeirra. Forvarnir snúast um að draga úr áhættuhegðun, efla jákvæða þátttöku og skapa tækifæri til að stuðla að heilsusamlegum og uppbyggilegum lífsstíl. Þótt foreldrar beri mikla ábyrgð á velferð barna sinna, þá liggur einnig ríkur þáttur ábyrgðar hjá sveitarfélögum. Í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna nýverið, kemur skýrt fram að ungmenni óska eftir aukinni fræðslu, námskeiðum í tengslum við atvinnuleit, bættri sálfræðiþjónustu og fjölbreyttari möguleikum til félagslegrar þátttöku og sköpunar. Forvarnir felast ekki einungis í íþróttaiðkun heldur í því að styðja við áhugamál og framtak ungmenna á fjölbreyttum vettvangi. Þróun í Hafnarfirði í takt við nútímann Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum misserum unnið að markvissum breytingum á þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–25 ára einmitt til að ná til fjölbreyttari og stærri hóps ungs fólks í bæjarfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að efla aðgengi að fjölbreyttu frístundastarfi sem tekur mið af mismunandi áhugasviðum, veita ráðgjöf í atvinnuleit og námsaðstoð og bregðast við þörfum ungmenna með raunhæfum og árangursríkum hætti bæði fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Sem hluti af þessum breytingum hefur Hafnarfjörður bætt aðstöðu ungs fólks til muna í Menntasetrinu við Lækinn, Nýsköpunarsetrinu. Þar hefur ungt fólk aðstöðu til að hittast, taka þátt í starfi nýsköpunarsetursins og fá aðgengi að tækjabúnaði setursins en slíkt aðgengi kveikir áhuga ungs fólks á nýjum tækifærum og hugmyndum fyrir framtíð sína. Ungt fólk hefur kallað eftir auknu aðgengi að listgreinum en ungir Hafnfirðingar hafa til margra ára haft aðstöðu í Músik & Mótorhúsi við Dalshraun, þar sem þau hafa haft svigrúm til að þróa hæfileika sína og vinna að eigin verkefnum á eigin forsendum. Í sumar verður stigið enn frekara skref með því að opna nýja og metnaðarfulla tónlistaraðstöðu í Menntasetrinu við Lækinn. Þar mun ungt tónlistarfólk fá aðgang að tækjum og leiðsögn sérfræðinga til að semja, taka upp og vinna tónlist, sér að kostnaðar lausu. Markmiðið er að búa til skapandi samfélag þar sem einstaklingar deila hugmyndum, efla tengsl og fá innblástur. Að auki mun Mótorhúsið flytjast í nýja og bætta aðstöðu hjá Kvartmíluklúbbnum, þar sem ungmenni fá tækifæri til að sinna mótoráhugamálum sínum í öruggu og vel útbúnu umhverfi. Framtíðin býr í hjarta Hafnarfjarðar Það skiptir miklu máli að horfa stöðugt til framtíðar í forvarnarstarfi, byggja á gömlum grunni en vera þó ávallt tilbúin til að gera breytingar. Ungt fólk breytist, samfélagið líka, og því þurfa úrræði og stuðningur alltaf að þróast í takt við nýjar áskoranir. Með þessum skrefum sýnir Hafnarfjörður vilja og getu til að mæta þörfum ungs fólks með markvissum hætti, styðja við sköpun, sjálfstæði og virkni, horfa til fjölbreytileika samfélagsins og nútíma samfélags– sem eru lykilatriði í farsælu forvarnarstarfi. Við getum gert meira og betra. Næstu verkefni okkar eru að efla enn frekar aðgengi ungs fólks að aðstöðu til listsköpunar hvort sem það er í formi mynd-, söng- eða leiklistar, eða annarri listsköpun sem unga fólkið og hjarta þeirra kallar eftir. Tækifærin eru óþrjótandi en til þess að gera breytingar þarf kjark og þor, og það höfum við svo sannarlega hér í Hafnarfirði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Menning Kristín Thoroddsen Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni. Rannsóknir sýna að umræðuefni og áherslur gagnvart ungmennum hafa þróast verulega á síðustu árum. Fyrir tiltölulega skömmu þótti óalgengt að sveitarfélög eða stjórnvöld hefðu skýra forvarnarstefnu. Málefni eins og geðheilbrigði, líðan og félagslegar áskoranir voru lítið rædd og aðgengi að viðeigandi stuðningi takmarkað. Í dag er viðurkenning á mikilvægi forvarna orðin útbreidd. Sérstaklega er lögð áhersla á ungmenni sem eru í mótunarferli þar sem ákvarðanir og aðstæður geta haft langvarandi áhrif á framtíð þeirra. Forvarnir snúast um að draga úr áhættuhegðun, efla jákvæða þátttöku og skapa tækifæri til að stuðla að heilsusamlegum og uppbyggilegum lífsstíl. Þótt foreldrar beri mikla ábyrgð á velferð barna sinna, þá liggur einnig ríkur þáttur ábyrgðar hjá sveitarfélögum. Í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna nýverið, kemur skýrt fram að ungmenni óska eftir aukinni fræðslu, námskeiðum í tengslum við atvinnuleit, bættri sálfræðiþjónustu og fjölbreyttari möguleikum til félagslegrar þátttöku og sköpunar. Forvarnir felast ekki einungis í íþróttaiðkun heldur í því að styðja við áhugamál og framtak ungmenna á fjölbreyttum vettvangi. Þróun í Hafnarfirði í takt við nútímann Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum misserum unnið að markvissum breytingum á þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–25 ára einmitt til að ná til fjölbreyttari og stærri hóps ungs fólks í bæjarfélaginu. Áhersla hefur verið lögð á að efla aðgengi að fjölbreyttu frístundastarfi sem tekur mið af mismunandi áhugasviðum, veita ráðgjöf í atvinnuleit og námsaðstoð og bregðast við þörfum ungmenna með raunhæfum og árangursríkum hætti bæði fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Sem hluti af þessum breytingum hefur Hafnarfjörður bætt aðstöðu ungs fólks til muna í Menntasetrinu við Lækinn, Nýsköpunarsetrinu. Þar hefur ungt fólk aðstöðu til að hittast, taka þátt í starfi nýsköpunarsetursins og fá aðgengi að tækjabúnaði setursins en slíkt aðgengi kveikir áhuga ungs fólks á nýjum tækifærum og hugmyndum fyrir framtíð sína. Ungt fólk hefur kallað eftir auknu aðgengi að listgreinum en ungir Hafnfirðingar hafa til margra ára haft aðstöðu í Músik & Mótorhúsi við Dalshraun, þar sem þau hafa haft svigrúm til að þróa hæfileika sína og vinna að eigin verkefnum á eigin forsendum. Í sumar verður stigið enn frekara skref með því að opna nýja og metnaðarfulla tónlistaraðstöðu í Menntasetrinu við Lækinn. Þar mun ungt tónlistarfólk fá aðgang að tækjum og leiðsögn sérfræðinga til að semja, taka upp og vinna tónlist, sér að kostnaðar lausu. Markmiðið er að búa til skapandi samfélag þar sem einstaklingar deila hugmyndum, efla tengsl og fá innblástur. Að auki mun Mótorhúsið flytjast í nýja og bætta aðstöðu hjá Kvartmíluklúbbnum, þar sem ungmenni fá tækifæri til að sinna mótoráhugamálum sínum í öruggu og vel útbúnu umhverfi. Framtíðin býr í hjarta Hafnarfjarðar Það skiptir miklu máli að horfa stöðugt til framtíðar í forvarnarstarfi, byggja á gömlum grunni en vera þó ávallt tilbúin til að gera breytingar. Ungt fólk breytist, samfélagið líka, og því þurfa úrræði og stuðningur alltaf að þróast í takt við nýjar áskoranir. Með þessum skrefum sýnir Hafnarfjörður vilja og getu til að mæta þörfum ungs fólks með markvissum hætti, styðja við sköpun, sjálfstæði og virkni, horfa til fjölbreytileika samfélagsins og nútíma samfélags– sem eru lykilatriði í farsælu forvarnarstarfi. Við getum gert meira og betra. Næstu verkefni okkar eru að efla enn frekar aðgengi ungs fólks að aðstöðu til listsköpunar hvort sem það er í formi mynd-, söng- eða leiklistar, eða annarri listsköpun sem unga fólkið og hjarta þeirra kallar eftir. Tækifærin eru óþrjótandi en til þess að gera breytingar þarf kjark og þor, og það höfum við svo sannarlega hér í Hafnarfirði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar