Hefur leit að nýjum saksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2025 13:12 Þorbjörg Sigríður segir gott að botn sé kominn í mál Helga Magnúsar. Staða vararíkissaksóknara verður brátt auglýst laus til umsóknar. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32