Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:30 IRIB er eini starfandi fjölmiðillinn í Íran. X Aukin harka hefur færst í loftárásir Ísraela og Írana á víxl í dag. Ísraelsher hefur gert árás á höfuðstöðvar ríkisútvarpsins í Tehran, nokkrum klukkustundum eftir að varnarmálaráðherra Ísrael boðaði „hvarf“ ríkismiðilsins. Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás. Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás.
Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira