Þorbjörg Sigríður biður Ingibjörgu Isaksen afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2025 15:17 Þorbjörg Sigríður sagði að það væri sér að meinalausu að biðja Ingibjörgu afsökunar. vísir/vilhelm Í dagskrárliðinum Fundarstjórn forseta á þinginu nú rétt í þessu bað Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Ingibjörgu Isaksen þingflokksformann Framsóknarflokks afsökunar á orðum sínum. Ingibjörg kvaddi sér hljóðs og sagði að nú væri helgin liðin og vonandi væru allir búnir að anda í kviðinn. „Við getum átt okkar góðu daga og slæmu daga,“ sagði Ingibjörg Isaksen og sagði að hún hafi heyrt það frá þeim sem reyndari eru að orð dómsmálaráðherra í sinn garð væru fordæmalaus. Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Þorbjörg Sigríður tók þessum orðum Ingibjargar vel og sagði það rétt að allir eigi sína góðu og slæmu daga. „Það er mér að meinalausu að biðjast afsökunar ef þingmaður hefur tekið orðum mínum illa sem ég heyri að hún gerði.“ Þorbjörg Sigríður fór síðan í að útskýra hvað hefði búið að baki orðum sínum en endurtók þá afsökunarbeiðni sína: „Það er sársaukalaust að biðjast afsökunar á þessu.“ Þingmenn streymdu þá í pontu, meðal annarra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og taldi þetta vera einskonar ef-sökun. Hún vildi að dómsmálaráðherra drægi orð sín til baka um sakamálarannsókn. Sigmar Guðmundsson Viðreisn sagði að allir þyrftu að vanda sig, alvarleg orð hafi fallið á þinginu og öll þyrftu þau að taka orðin til sín. Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. 6. júní 2021 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ingibjörg kvaddi sér hljóðs og sagði að nú væri helgin liðin og vonandi væru allir búnir að anda í kviðinn. „Við getum átt okkar góðu daga og slæmu daga,“ sagði Ingibjörg Isaksen og sagði að hún hafi heyrt það frá þeim sem reyndari eru að orð dómsmálaráðherra í sinn garð væru fordæmalaus. Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Þorbjörg Sigríður tók þessum orðum Ingibjargar vel og sagði það rétt að allir eigi sína góðu og slæmu daga. „Það er mér að meinalausu að biðjast afsökunar ef þingmaður hefur tekið orðum mínum illa sem ég heyri að hún gerði.“ Þorbjörg Sigríður fór síðan í að útskýra hvað hefði búið að baki orðum sínum en endurtók þá afsökunarbeiðni sína: „Það er sársaukalaust að biðjast afsökunar á þessu.“ Þingmenn streymdu þá í pontu, meðal annarra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og taldi þetta vera einskonar ef-sökun. Hún vildi að dómsmálaráðherra drægi orð sín til baka um sakamálarannsókn. Sigmar Guðmundsson Viðreisn sagði að allir þyrftu að vanda sig, alvarleg orð hafi fallið á þinginu og öll þyrftu þau að taka orðin til sín.
Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. 6. júní 2021 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. 6. júní 2021 07:00