Sló heimsmetið „fyrir ömmu sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Armand Duplantis reif sig úr að ofan og hljóp sigurreifur um leikvanginn eftir að heimsmet á heimavelli var í höfn. Getty/Maja Hitij Armand Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í tólfta sinn á ferlinum þegar hann fór yfir 6,28 metra í gær. Það sem gerir þetta heimsmet kannski aðeins merkilegra en öll hin hjá Svíanum snaggaralega var að í þetta sinn sló hann heimsmetið á heimavelli. Metið féll nefnilega á Demantamótinu Bauhausgalan á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta heimsmet Svía á heimavelli síðan að Patrick Sjöberg bætti heimsmetið í hástökki fyrir 38 árum eða í lok júní 1987. Duplantis fagnaði metinu líka gríðarlega, reif sig úr að ofan og hljóp um leikvanginn við gríðarlegan fönguð áhorfenda. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Duplantis vissi af ömmu sinni í stúkunni og hann vildi umfram allt slá metið með hana á staðnum. „Ég tileinka henni metið. Ég vildi slá heimsmetið fyrir ömmu mína,“ sagði Duplantis en hann fann hana síðan í stúkunni eftir að metið féll. Þau áttu innilegt faðmlag og hún auðvitað gríðarlega stolt af ömmubarni sínu. Duplantis eignaðist heimsmetið fyrst í febrúar 2020 þegar fór yfir 6,17 metra og sló met Frakkans Renaud Lavillenie aem hafði átt heimsmetið í sex ár. Duplantis sló metið einu sinni til viðbótar árið 2020, hann setti þrjú heimsmet árið 2022, tvö heimsmet árið 2023 og heimsmetið féll þrisvar sinnum í fyrra. Þetta var síðan hans annað heimsmet á árinu því hann fór yfir 6,27 metra í febrúar. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Frjálsar íþróttir Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Það sem gerir þetta heimsmet kannski aðeins merkilegra en öll hin hjá Svíanum snaggaralega var að í þetta sinn sló hann heimsmetið á heimavelli. Metið féll nefnilega á Demantamótinu Bauhausgalan á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta heimsmet Svía á heimavelli síðan að Patrick Sjöberg bætti heimsmetið í hástökki fyrir 38 árum eða í lok júní 1987. Duplantis fagnaði metinu líka gríðarlega, reif sig úr að ofan og hljóp um leikvanginn við gríðarlegan fönguð áhorfenda. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Duplantis vissi af ömmu sinni í stúkunni og hann vildi umfram allt slá metið með hana á staðnum. „Ég tileinka henni metið. Ég vildi slá heimsmetið fyrir ömmu mína,“ sagði Duplantis en hann fann hana síðan í stúkunni eftir að metið féll. Þau áttu innilegt faðmlag og hún auðvitað gríðarlega stolt af ömmubarni sínu. Duplantis eignaðist heimsmetið fyrst í febrúar 2020 þegar fór yfir 6,17 metra og sló met Frakkans Renaud Lavillenie aem hafði átt heimsmetið í sex ár. Duplantis sló metið einu sinni til viðbótar árið 2020, hann setti þrjú heimsmet árið 2022, tvö heimsmet árið 2023 og heimsmetið féll þrisvar sinnum í fyrra. Þetta var síðan hans annað heimsmet á árinu því hann fór yfir 6,27 metra í febrúar. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira