Lengdist um níu sentímetra og lærði að ganga upp á nýtt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 20:00 Svona var bak Brynju fyrir aðgerðina en hún þurfti að læra að ganga upp á nýtt að henni lokinni. Aðsend Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum. Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira