Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 10:31 Lionel Messi mun þurfa að bíða lengur eftir fyrsta marki mótsins. Kevin C. Cox/Getty Images Inter Miami og Al Ahly gerðu markalaust jafntefli í opnunarleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í fótbolta. Argentínumaðurinn í marki heimamanna var valinn maður leiksins við öruggar aðstæður á Hard Rock leikvanginum í Miami. Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington. HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira