Segir landráðskæru fráleita: „Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2025 19:17 Róbert Spanó hefur meðal annars verið forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/Elín Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá. Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert. Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert.
Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira