Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:49 Agla María Albertsdóttir skoraði eitt marka Blika í kvöld. Liðið er nú komið í undanúrslit líkt og FH, ÍBV og Valur. vísir/Ernir Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1. Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira