Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 20:46 Patrick Reed brosti þegar hann tók boltann upp úr fjórðu holunni, eftir stórkostlegt högg sitt. Getty/Ross Kinnaird Patrick Reed gerði sér lítið fyrir og náði albatross á fyrsta degi Opna bandaríska mótsins í golfi í dag, í Oakmont í Pennsylvaniu. Þetta er aðeins í fjórða sinn sögu mótsins sem að kylfingur nær albatross, eða spilar sem sagt holu á -3 höggum. Þetta gerði Reed á fjórðu holu sem er par fimm hola en höggið magnaða má sjá hér að neðan. 🚨 ALBATROSS ALERT 🚨@PReedGolf with a 2 on a par 5, just the 4th in U.S. Open history! pic.twitter.com/FNDFzWwlzT— U.S. Open (@usopengolf) June 12, 2025 Miðað við hve sjaldgæft er að kylfingar nái albatross, sem gerist samtals í heiminum öllum nokkur hundruð sinnum á ári, er magnað að Reed skyldi ná því á einu af risamótunum fjórum. Hann var reyndar heillengi að átta sig á því hvað hafði gerst, eftir annað höggið sitt, en spurði svo með látbragði hvort að boltinn hefði farið ofan í holuna. Fagnaðarlætin við flötina svöruðu því. Áður höfðu aðeins T. C. Chen árið 1985, Shaun Micheel árið 2010 og Nick Watney árið 2012 náð albatross á Opna bandaríska mótinu, frá því að farið var að geyma gögn um nákvæmt skor manna árið 1983. Keppnin er í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þegar þetta er skrifað er Reed hálfnaður með fyrsta hring og lék hann á -1 höggi, eftir að hafa fengið þrjá skolla, fugl og albatrossinn. Reed er sem stendur í 7. sæti en efstur er J. J. Spaun sem kláraði fyrsta hring á -4 höggum. Scottie Scheffler, sem fyrir fram þótti sigurstranglegastur á mótinu, er á +2 höggum eftir fyrstu níu holurnar. Rory McIlroy er búinn með fyrsta hring á +4 höggum, sem og Bryson DeChambeau sem lék á +3 höggum. Stöðuna á mótinu má finna hér. Opna bandaríska Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta er aðeins í fjórða sinn sögu mótsins sem að kylfingur nær albatross, eða spilar sem sagt holu á -3 höggum. Þetta gerði Reed á fjórðu holu sem er par fimm hola en höggið magnaða má sjá hér að neðan. 🚨 ALBATROSS ALERT 🚨@PReedGolf with a 2 on a par 5, just the 4th in U.S. Open history! pic.twitter.com/FNDFzWwlzT— U.S. Open (@usopengolf) June 12, 2025 Miðað við hve sjaldgæft er að kylfingar nái albatross, sem gerist samtals í heiminum öllum nokkur hundruð sinnum á ári, er magnað að Reed skyldi ná því á einu af risamótunum fjórum. Hann var reyndar heillengi að átta sig á því hvað hafði gerst, eftir annað höggið sitt, en spurði svo með látbragði hvort að boltinn hefði farið ofan í holuna. Fagnaðarlætin við flötina svöruðu því. Áður höfðu aðeins T. C. Chen árið 1985, Shaun Micheel árið 2010 og Nick Watney árið 2012 náð albatross á Opna bandaríska mótinu, frá því að farið var að geyma gögn um nákvæmt skor manna árið 1983. Keppnin er í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þegar þetta er skrifað er Reed hálfnaður með fyrsta hring og lék hann á -1 höggi, eftir að hafa fengið þrjá skolla, fugl og albatrossinn. Reed er sem stendur í 7. sæti en efstur er J. J. Spaun sem kláraði fyrsta hring á -4 höggum. Scottie Scheffler, sem fyrir fram þótti sigurstranglegastur á mótinu, er á +2 höggum eftir fyrstu níu holurnar. Rory McIlroy er búinn með fyrsta hring á +4 höggum, sem og Bryson DeChambeau sem lék á +3 höggum. Stöðuna á mótinu má finna hér.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira