Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:02 Hásteinsvöllur hefur alltaf verið lagður grasi, eins og á þessari mynd, en núna er komið gervigras sem á vantar gúmmíkurl. ÍBV Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn. Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira