Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 18:16 Úr Kompás árið 2007. Þar gómaði Jóhannes Kr. Kristjánsson barnaníðinga með tálbeitum. Vísir Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira