Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 14:02 Katrín M. Guðjónsdóttir (t.v.) er hætt eftir tvo mánuði sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra (t.h.). Vísir Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga. Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021. Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021.
Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira