Forsetinn gaf öllum nýja bíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 12:34 Shavkat Mirziyoyev er forseti Úsbekistan og hann færði sínum leikmönnum rausnarlega gjöf. Eldor Shomurodov er ein frægasti leikmaður liðsins en hann spilar með Roma á Ítalíu. Getty/Anvar Ilyasov/Sean Gallup Úsbekar verða með á HM í fótbolta á næsta ári en þetta í fyrsta sinn sem landslið Úsbekistan kemst í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Forseti landsins var heldur betur þakklátur fyrir þennan sögulega árangur. Úsbekistan tryggði sig inn á HM með 0-0 jafntefli á útivelli á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum en nokkrum dögum síðar vann liðið síðan 3-0 sigur á Katar á heimavelli sínum. Um leið og leikurinn á móti Katar var flautaður af þá birtust fjörutíu nýir bílar á leikvanginn. Í ljós kom að þarna var forseti Úsbekistan að sýna þakklæti sitt fyrir hönd þjóðarinnar. Forsetinn gaf leikmönnum og starfsmönnum liðsins nefnilega bílana að gjöf fyrir árangurinn. Þetta voru rafbílar frá kínverska framleiðandanum BYD. Aftonbladet segir frá. Shavkat Mirziyoyev hefur verið forseti Úsbekistan frá 2016 en hann var áður forsætisráðherra landsins í þrettán ár. „Þið létuð draum milljóna fótboltaáhugafólks rætast í okkar góða landi. Úsbekskar íþróttir eiga þetta skilið,“ skrifaði Shavkat Mirziyoyev á samfélagsmiðla. Landslið Úsbekistan er í 57. sæti á styrkleikalista FIFA. Þekktustu leikmenn þessa eru Abdukodir Khusanov hjá Manchester City og Eldor Shomurodov hjá Roma. Úsbekistan HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Úsbekistan tryggði sig inn á HM með 0-0 jafntefli á útivelli á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum en nokkrum dögum síðar vann liðið síðan 3-0 sigur á Katar á heimavelli sínum. Um leið og leikurinn á móti Katar var flautaður af þá birtust fjörutíu nýir bílar á leikvanginn. Í ljós kom að þarna var forseti Úsbekistan að sýna þakklæti sitt fyrir hönd þjóðarinnar. Forsetinn gaf leikmönnum og starfsmönnum liðsins nefnilega bílana að gjöf fyrir árangurinn. Þetta voru rafbílar frá kínverska framleiðandanum BYD. Aftonbladet segir frá. Shavkat Mirziyoyev hefur verið forseti Úsbekistan frá 2016 en hann var áður forsætisráðherra landsins í þrettán ár. „Þið létuð draum milljóna fótboltaáhugafólks rætast í okkar góða landi. Úsbekskar íþróttir eiga þetta skilið,“ skrifaði Shavkat Mirziyoyev á samfélagsmiðla. Landslið Úsbekistan er í 57. sæti á styrkleikalista FIFA. Þekktustu leikmenn þessa eru Abdukodir Khusanov hjá Manchester City og Eldor Shomurodov hjá Roma.
Úsbekistan HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira