Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:48 Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“ Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“
Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32