Fótboltagláp, ráfandi djammarar og nú fljúgandi nefhjól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:37 Íbúasamtökin Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð segja um enn eitt dæmið að ræða þar sem öryggi fólks sé ógnað. Vísir/Vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna nefhjóls lítillar flugvélar sem féll á Austurvöll í gær er á frumstigi. Íbúasamtökin Hljóðmörk segja um að ræða enn eitt dæmið þar sem öryggi fólks er ógnað í grennd við flugvöllinn. Eigendur flugvélarinnar harma atvikið. Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“
Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira