Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:43 Rut Jónsdóttir hefur spilað sinn síðasta landsleik, lílkt og Steinunn Björnsdóttir sem hér heldur í treyju hennar. Síðustu landsleikirnir þeirra voru gegn Ísrael í apríl þegar Ísland tryggði sig með stæl inn á næsta HM. vísir/Hulda Margrét Rut Jónsdóttir, ein besta handboltakona sem Ísland hefur átt, kveðst hafa spilað sinn síðasta landsleik. Hún bætist þar með í hóp reynslumikilla leikmanna sem kvatt hafa landsliðið nýlega. Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira
Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira